Námsstofa Skagastrandar er á efstu hæð Einbúastígs 2 (Gamla kaupfélaginu) Þar er boðið upp á mjög góða vinnuaðstöðu, bæði fyrir einstaklinga og hópa.
Námsstofan er miðstöð framhalds-og endurmenntunar á Skagaströnd og er öllum opin, sem stunda fjarnám eða hyggja á slíkt nám. Aðeins þarf að gera samning við umsjónarmann Námsstofunnar og þá fær viðkomandi aðgang að húsnæðinu. Þannig getur hver og einn nýtt sér aðstöðuna þegar best hentar. Fyrirtæki og hópar geta einnig nýtt sér hana til námskeiðahalds.
Þessi þjónusta stendur íbúum Skagastrandar til boða, þeim að kostnaðarlausu.
Einbúastíg 2
545, Skagaströnd
Netfang: namsstofa@skagastrond.is