Rjúpnaveiði 2022

Veiðitímabil rjúpu verður frá 1. nóvember - 4. desember í ár.

Heimilt verður að veiða rjúpu frá og með föstudegi til og með þriðjudags, frá kl. 12 þá daga sem veiði er heimil og skal veiði eingöngu standa yfir á meðan að birtu nýtur.

Áréttað er að rjúpnaveiði er með öllu óheimil innan skógræktargirðingarinnar í Spákonufelli á Skagaströnd. Þá er óheimilt að keyra um slóðana sem búið er að ryðja vegna skógræktar. Hægt er að leggja hjá skíðaskála og ganga slóðana.

Skorað er á rjúpnaskyttur að virða umræddar umgengnisreglur um svæðið.

Nánar má kynna sér fyrirkomulag rjúpnaveiða þetta árið á vefsíðu Stjórnarráðsins hér

 

Sveitarstjóri