Skagaströnd hlýtur styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, úthlutaði í dag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2024. 

Sveitarfélagið Skagaströnd fékk að þessu sinni úthlutað styrk að upphæð kr. 41.105.000 fyrir verkefnið Spákonufellshöfði: aðgengi fyrir alla

„Styrkirnir í ár fara til verkefna hringinn í kringum landið, stórra sem smárra, sem öll skipta máli. Uppbyggingin er í samræmi við nýja ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030 sem ég hef lagt fyrir Alþingi og er grundvölluð á heildarsýn fyrir hvern landshluta, meðal annars í gegnum áfangastaðaáætlanir heimamanna. Með þessum stuðningi erum við að stuðla að betri upplifun og aðgengi ferðamanna, auknu öryggi og verndun viðkvæmrar náttúru landsins. Þetta eru lykilatrið í sjálfbærni íslenskrar ferðaþjónustu sem er leiðarljós okkar,“ segir ráðherra.

Sveitarfélagið þakkar kærlega fyrir veittan styrk og áframhaldandi stuðning við verkefni sem stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra.