Félagsheimilið Fellaborg

Félagsheimilið Fellsborg stendur við Fellsbraut á Skagaströnd, við aðkomuna í bæinn. Í húsinu eru 2 misstórir salir, sem nýttir hafa verið til dansleikjahalds, leiksýninga, ættarmóta, fatamarkaða og fl. Bókasafn sveitarfélagsins er þar til húsa ásamt félagsstarfi eldri borgara og félagastarfsemi af ýmsu tagi. 

Við húsið er íþróttavöllur staðarins og einnig ágæt aðstaða fyrir tjöld og tjaldvagna sem hefur einkum verið nýtt í tengslum við ættarmót.

Rekstur félagsheimilisins Fellsborgar hefur verið leigður út til Örvars ehf. 
Sími: 771 1220 / 690 5378
Netfang: orvarehf@gmail.com