Félagsheimilið Fellsborg stendur við Fellsbraut á Skagaströnd, við aðkomuna í bæinn. Í húsinu eru 2 misstórir salir, sem nýttir hafa verið til dansleikjahalds, leiksýninga, ættarmóta, fatamarkaða og fl. Bókasafn sveitarfélagsins er þar til húsa ásamt félagsstarfi eldri borgara og félagastarfsemi af ýmsu tagi.
Á sumartíma er einnig hægt að leigja sal félagsstarfsins. Þar er ágætis aðstaða til að koma fyrir dýnum. Stutt frá félagsheimilinu er tjaldsvæði með rafmagni.
Nánari upplýsingar um félagsheimili og hvernig er hægt að bóka eru veittar hjá þjónustufulltrúa sveitarfélagsins í síma 4552700 eða skagastrond@skagastrond.is
Fyrir áhugasama göngugarpa og náttúruunnendur bendum við á að hægt er að nálgast bækling um gönguleiðir á Skagaströnd hér.