Tónlistarskóli A-Hún

Tónlistarskóli A-Hún hefur verið mikilvægur hluti af menningarlífi Austur-Húnavatnssýslu frá árinu 1971. Skólinn starfar nú á Blönduósi og Skagaströnd og þjónar nemendum á öllum aldri sem vilja efla tónlistarhæfileika sína.
Í dag starfar öflugt kennarateymi við skólann sem leiðir nemendur áfram í hljóðfæra-, og söngnámi. Markmið skólans er að leggja traustan grunn að tónlistariðkun, rækta áhuga og gleði nemenda og styrkja þá í listsköpun, samvinnu og sjálfstæðum vinnubrögðum.
 
Hlutverk og markmið Tónlistarskóla A-Hún eru meðal annars:
  • Að efla hæfni nemenda til að flytja, skapa, greina og njóta tónlistar.
  • Að búa nemendur undir sjálfstæða tónlistariðkun.
  • Að stuðla að öflugu og lifandi tónlistarlífi í héraðinu.
  • Að styrkja sjálfsmynd, einbeitingu og skapandi hæfileika hvers nemanda.

 

Nánari upplýsingar

Heimasíða: www.tonhun.is

Sími: 452-4180 (Blönduós) | 452-2725 (Skagaströnd)

Netfang skólastjóra: tonlistarskoli@skagastrond.is