Um Skagaströnd

Við höfnina finnurðu líf og fjör. Á góðum degi eru bátar að leggja úr höfn til veiða eða að landa aflanum og lyftarar bruna fram og aftur.

Á Spákonufellshöfða getur þú fundið kyrrðina í fallegu umhverfi og skemmtilegar gönguleiðir. Þá er einnig gönguleið upp á hið dulúðuga fjall Spákonufell. 

Á Skagaströnd er leikvöllur fyrir yngri kynslóðina, lítil sundlaug og einstakur golfvöllur. Þar er einnig að finna fallega hvíta kirkju og Árnes, lítið rautt hús sem er elsta hús bæjarins. Sumir finna einnig sína eigin framtíð í Spákonuhofi þar sem spákonur rýna í rúnir, bolla, spil og lófa.

Enn aðrir finna góðar veitingar á veitingastöðum bæjarins. 

Vanti þig gistingu þá bíður þín góður staður í Salthúsinu og á fallegu tjaldstæði eða í sumarhúsum á svæðinu.

 

Velkomin á Skagaströnd!