Húsnæðismál

Sveitafélagið Skagaströnd rekur 28 leiguíbúðir í félaglega húsnæðiskerfinu. Íbúðirnar voru ýmist byggðar sérstaklega sem leiguíbúðir eða hafa verið innleystar til sveitarfélagsins frá eigendum félagslegra eignaríbúða.

Umsókn um leiguíbúð

Umsókn um sérstakar húsnæðisbætur

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu  umfram húsnæðisbætur sem veittar eru á grundvelli laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016. 

Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa og þungrar framfærslubyrðar. 

Umsókn um almennar húsnæðisbætur

Sótt er um almennar húsnæðisbætur til skrifstofu Húsnæðisbóta samkvæmt þeim forsendum og skilmálum sem þar eru settir. Nánari upplýsingar um húsnæðisbætur.

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára barna

Skrifstofa Sveitarfélagsins Skagastrandar annast afgreiðslu umsókna um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára barna. Umsókn skal vera skrifleg á sérstöku eyðublaði og undirrituð af heimilismönnum, 18 ára og eldri, til staðfestingar á þeim upplýsingum sem þar koma fram. Með umsókn skulu fylgja öll nauðsynleg gögn. Umsóknum um húsnæðisbætur skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins á eyðublöðum sem þar fást en einnig má sækja þau rafrænt.