Starfssvæði Slökkviliðs Skagastrandar er Skagaströnd og Skagabyggð og nær frá Laxá á Refasveit að Skagatá. Í slökkviliði eru 15 manns á útkallskrá. Slökkviliðið hefur yfir að ráða einum slökkvibíl Mercedes Bens árgerð 1977 auk ýmiskonar aukabúnaðar.
Slökkvilið Skagastrandar er áhugamannalið en slökkviliðsstjóri ráðinn í hlutastarf og annast rekstur slökkviliðsins á grundvelli laga, reglugerða og samninga um það. Stjórn útkalla er á ábyrgð slökkviliðsstjóra eða staðgengils hans hverju sinni. Slökkviliðsstjóri ber ábyrgð á daglegri stjórn gagnvart sveitarstjórn og í forföllum hans ber varaslökkviliðsstjóri þá ábyrgð.
Samstarf er milli lögreglu, björgunarsveita og slökkviliðsins enda er það hluti af almannavarnarkerfi Húnavatnssýslna. Eldvarnareftirlit á starfssvæði slökkviliðsins er leyst með samstarfssamningi við Eldstoðir ehf sem starfa náið með slökkviliðsstjóra.
Slökkviliðsstjóri er Jón Ólafur Sigurjónsson
Varaslökkviliðsstjóri er Helgi Gunnarsson