Aðalfundur Sögufélagsins Húnvetnings

Aðalfundur Sögufélagsins Húnvetnings verður í Kaupfélagshúsinu við Einbúastíg á Skagaströnd klukkan 14 næstkomandi sunnudag 10. apríl.

Guðmundur Unnar, Lárus Ægir, Ólafur Bernódusson og Ingibergur Guðmundsson hafa þar framsögu auk venjulegra aðalfundarstarfa.

Ingibergur segir frá rannsóknum á gögnum um sveitarómaga úr Vindhælishreppi um 1800, Ólafur segir okkar frá Ljósmyndasafni Skagastrandar, Lárus Ægir frá síðustu bók sinni, Kaupmenn á Skagaströnd en Guðmundur Unnar rifjar upp myndir og minningar frá árum hans í ritstjórn Húnavökunnar.
Allir velkomnir.

Ingi Heiðmar Jónsson formaður Sögufélagsins