Æskulýðsmessa í Hólaneskirkju

Æskulýðsmessa í Hólaneskirkju kl. 16.00

Sunnudaginn 8. mars 2020

Unga kynslóðin leiðir messuna í samvinnu við Sr. Bryndísi, Hugrúnu Sif organista og tónlistarstjóra og Ástrósu Elísdóttur barnakórstjóra.

Fermingarbörn 2020 leika á hljóðfæri syngja, sýna leikrit og leiða bænastund.

Barnakór Hólaneskirkju flytur okkur falleg lög. Almennur safnaðarsöngur verður undir styrkum röddum kórs Hólaneskirkju.

Fermingarbörn bjóða kirkjugestum upp á heimabakstur eftir stundina.

Hefðbundinn sunnudagaskóli kl. 11.00 fellur niður.

Foreldrar yngstu kynslóðarinnar eru hvattir til að koma með börnin í æskulýðsmessuna og syngja sunnudagaskólalög.

 

Bryndís Valbjarnardóttir prestur sími: 452 2695 / 860 8845.

bryndis.valbjarnardottir@gmail.com Facebook: Skagastrandarprestakall