Afmælisfögnuður Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga

Halldór Gunnar Ólafsson oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar færir Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur skó…
Halldór Gunnar Ólafsson oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar færir Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur skólastjóra afmælisgjöf til Tónlistarskólans frá sveitarfélaginu.

Í haust eru liðin 50 ár frá því að Tónlistarskóli Austur-Húnavetninga tók til starfa. Af því tilefni var blásið til veislu á starfsstöðvum skólans á Blönduósi og Skagaströnd í vikunni þar sem gestir gæddu sér á afmælisköku og fengu að hlýða á flutning nemenda skólans á hinum ýmsu tónverkum. 

Það er gæfa að eiga jafn góðan tónlistarskóla og við Austur-Húnvetningar getum státað okkur af og er Sveitarfélagið Skagaströnd stolt af því góða starfi sem þar er unnið.

Sveitarfélagið færði skólanum blómvönd í tilefni dagsins og 100 þúsund kr. gjöf til búnaðarkaupa fyrir skólann sem mun vonandi reynast starfseminni vel.

Kæru nemendur, starfsfólk og aðrir Austur-Húnvetningar - Til hamingju með skólann okkar allra!