Álagningarreglur fasteignagjalda 2019

Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2019

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar 18. desember 2018

Fasteignagjöld

Fasteignaskattur:

Álagning á íbúðarhúsnæði (A-flokkur) verði 0,48% af álagningarstofni.

Álagning á opinberar stofnanir (B-flokkur) verði 1,32% af álagningastofni.

Álagning á verslunar- og atvinnuhúsnæði verði (C-flokkur) 1,65% af álagningarstofni.

Lóðarleiga: Lóðarleiga verði 1,65% af fasteignamatsverði lóða.

Vatnsskattur:

Vatnsskattur verði 0,3% af fasteignamati að lágmark 7.260 kr. og á íbúðarhúsnæði að hámarki 36.300 kr.

Holræsagjald: Holræsagjald verði 0,24% af fasteignamati lóða og mannvirkja

Sorphirðugjald /sorpeyðingargjald:

Sorphirðugjald verði 44.151 kr./íbúð fyrir reglubundna sorphirðu og eyðingu. .

Sorpeyðingargjald verði 13.913 kr./sumarhús og íbúðir þar sem ekki er regluleg sorphirða.

Sorpeyðingargjald á hesthús og fjárhús verði 4.937 kr./hús í notkun.

Sorpeyðingargjöld á fyrirtæki verða samkvæmt gjaldskrá.

Leiga ræktunarlóða: Fyrir hvern ha ræktunarlóða er greitt fast leigugjald. Auk þess greiða lóðarhafar fasteignagjöld af lóðunum skv. fasteignamati.

Lóðaleiga verði 7.260 kr./ha.

Eftirfarandi reglur gilda umlækkun fasteignagjalda elli- og örorkulífeyrisþega:

Fasteignagjöld verða eingöngu lækkuð af íbúðum elli- og örorkulífeyrisþega, sem þeir búa í sjálfir. Til viðmiðunar eru allar tekjur viðkomandi, þar með taldar fjármagnstekjur.

Fasteignagjöld lækki um allt að kr. 40.000,- hjá:

  • • Einstaklingum með tekjur allt að 3.587.000 kr/ári
  • • Hjónum eða fólki í sambúð með tekjur allt að 5.862.000 kr/ári

Fasteignagjöld lækki um allt að kr. 20.000,- hjá:

  • • Einstaklingum með tekjur allt að 4.483.000 kr/ári
  • • Hjónum eða fólki í sambúð með tekjur allt að 7.327.000 kr/ári

Sveitarstjóri