Atvinna: Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir atorkumiklum starfs­manni á höfn og í áhaldahús sveitarfélagsins

Skagaströnd auglýsir eftir atorkumiklum starfs­manni á höfn og í áhaldahús sveitarfélagsins.

Skagaströnd er fallegt sjávarþorp á norðurlandi vestra. Íbúar í sveitarfélaginu Skagaströnd eru um 480 og starfsmenn þess um 48 talsins.

Í boði er 80 - 100% starf starfsmanns sem sinnir daglegum verkefnum á Skagastrandarhöfn og í áhaldahúsi sveitarfélagsins.

Á höfninni sinnir starfsmaðurinn leiðsögn og þjónustu, gerð reikninga og innheimtu, vigtun, öryggiseftirliti, viðhaldi o.fl. Í áhaldahúsi er helstu verkefni ýmis viðhaldsvinna, mokstur, umhirða bæjarlands, umsjón vinnuskóla og önnur tilfallandi vinna.

Hæfniskröfur

  • Réttindi sem löggiltur vigtarmaður eða vera tilbúinn til að sækja námskeið til öflunar slíkra réttinda og standast próf
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Vinnuvélapróf kostur
  • Bílpróf er skilyrði
  • Góð tölvukunnátta
  • Skipulögð vinnubrögð
  • Sjálfstæði og frumkvæðni
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund
  • Umsækjandi þarf að vera 20 ára eða eldri og með hreint sakarvottorð
  • Íslenskunnátta er skilyrði

Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 9. mars og æskilegt að starfsmaður geti hafið störf í maí n.k.

Umsókn, ferilskrá og kynningabréfi, skal skila á netfangið sveitarstjori@skagastrond.is.

Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 455 2700.