Dagskrá til minningar um Jón Árnason landsbókavörð og þjóðsagnasafnara

Dagskrá til minningar um Jón Árnason landsbókavörð og þjóðsagnasafnara

Dagana 17. og 18. ágúst 2019 verður þess minnst í Skagabyggð og á Skagaströnd að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Árnasonar landsbókavarðar og þjóðsagnasafnara en hann fæddist að Hofi í Skagabyggð 17. ágúst 1819.

Dagskráin hefst með messu kl. 11:00 þann 17. ágúst í Hofskirkju þar sem Árni faðir Jóns þjónaði.

Klukkan 12:00 afhjúpar Dagný Úlfarsdóttir oddviti Skagabyggðar söguskilti við félagsheimilið Skagabúð og Vilhelm Vilhelmsson flytur erindi um einn ábúenda að Hofi.

Málþing hefst í Fellsborg á Skagaströnd kl. 13:30 en þar mun Dagný Úlfarsdóttir bjóða gesti velkomna og forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson flytja ávarp.

Þrír fræðimenn: Rósa Þorsteinsdóttir, Kristján Sveinsson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir munu flytja erindi um Jón Árnason.

Á milli atburða verður flutt tónlist undir stjórn Hugrúnar Hallgrímsdóttur.

Að loknu málþinginu klukkan 16:30 mun Halldór Ólafsson oddviti Skagastrandar flytja ávarp og forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhjúpa lágmynd af Jón Árnasyni við Spákonufellshöfða, en hún er eftir Helga Gíslason myndhöggvara.

Þá verður opnuð sögusýning um Jón Árnason í Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra í Gamla kaupfélagshúsinu kl. 17:30.

Sunnudaginn 18. ágúst verður kl. 9:00 gengið á Spákonufell undir leiðsögn Ólafs Bernódussonar, en safnast verður saman við Fellsborg og þaðan verður ekið að golfskálanum þar sem gangan hefst.

Allir eru hvattir til að mæta og eru velkomnir.

 

Sveitarstjóri