Frétt frá RARIK

Því miður þá nær Rarik ekki að leiðrétta mögulega tæknilega villu í gögnum og útgáfu hitaveitu reikninga Rarik á gjalddaga 01.09.2025. Áfram verður unnið að greiningu gagna til að tryggja rétta útgáfu á hitaveitu reikningi í október 2025

 

Ef viðskiptavinur Rarik telur að um verulega breytingu á gjalddaga sínum 01.09.2025 sé að ræða, er mikilvægt að upplýsa Rarik með álestri af hitaveitumæli til leiðréttingar.

 

Álestri er hægt að skila inn með þremur leiðum:

  1. rarik@rarik.is - Senda tölvupóst með álestri af mæli. Mynd af mælinum með stöðu er mest lýsandi.
  2. 5289000 - Hringja í þjónustuver í síma 528 9000 og skila inn álestri af mæli.
  3. Mínar síður www.rarik.is Innskráning með rafrænum skilríkjum á mínar síður. Notkunarstaður valinn og smellt á hnappinn Senda álestur.

 

Hvernig les ég af hitaveitumæli?

 

· Hitaveitumælar Rarik eru af nokkrum tegundum og því eru flettitakkar á þeim mismunandi. Sjá myndir af hitaveitumælum hér fyrir neðan.

· Skila þarf inn stöðu á mæli (gildi) sem birtist á einni af myndum hans. Til að komast á rétta mynd er flett með pílu takkanum á mælinum. Sjá myndir hér fyrir neðan

· Á skjámynd mælis upp í hægra horni á að standa E 4. Þetta er sú staða mælis/álestur sem Rarik þarf að fá skil á.

Ef einhverjar spurningar vakna vegna þessa má fá svör hjá þjónustuveri okkar í gegnum netfangið rarik@rarik.is eða hringja í síma 528 9000.