Styrkir til atvinnumála kvenna

Styrkir til atvinnumála kvenna hafa verið veittir síðan 1991 en þeir eru ætlaðir konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni. Á þeim tíma var atvinnuleysi kvenna töluvert og styrkirnir ætlaðir sem mótvægi við það og sem tækifæri fyrir konur í viðskiptum með því að auka aðgengi kvenna að fjármagni. Einnig er vísað í lög um jafna stöðu karla og kvenna en þar eru sértækar aðgerðir til að jafna stöðu karla og kvenna heimilaðar, sjá hér http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008010.html

 

Á síðustu árum hefur verið úthlutað um 40 milljónum í fjölbreytt verkefni víðsvegar um landið sem oft hafa skipt sköpum fyrir konurnar og hvatt þær áfram í sínum fyrirtækjarekstri.   Styrkirnir eru veittir af velferðarráðherra en það er Vinnumálastofnun sem að hefur vistað verkefnið hin síðustu ár.

 

Starfsmaður verkefnisins heitir Ásdís Guðmundsdóttir og er félagsfræðingur að mennt en hefur einnig MSc gráðu í stjórnun frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst.

 

Skrifstofa Atvinnumála kvenna er í aðalstöðvum Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1, og er símanúmerið 531-7080.

Næsti umsóknarfrestur um styrki til atvinnumála kvenna er frá 7. febrúar til og með 13. mars 2020.