Farskólinn - ýmislegt skemmtilegt framundan í vor

Frá Farskóla Norðurlands vestra:
 
Eins og undanfarin ár þá höldum við áfram okkar frábæra samstarfi við stéttarfélögin Ölduna, Samstöðu, Kjöl, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar.
 
Að þessu sinni verða 13 námskeið í boði, (7 vefnámskeið og 6 staðnámskeið) og hafa þau aldrei verið fleiri.
Eins og ávallt þá eru námskeiðin öllum opin og lang flest stéttarfélög styrkja þátttöku á þeim.
 
Skráðu þig strax og þá pössum við uppá að námskeiðið fari ekki framhjá þér.
 
Þú getur sent okkur póst á farskolinn@farskolinn.is, hringt í síma 4556010 skráð þig sjálf/ur á heimasíðu Farskólans
eða sent okkur skilaboð á facebook.
 
Hlökkum til að vera með ykkur í vor.