Félagsstarf á Skagaströnd hefst 7. september

Félagsstarf á Skagaströnd fyrir öryrkja og 60 ára og eldri hefst fimmtudaginn 7. september klukkan 14.

Starfsemin fer fram í Fellsborg og verður opin klukkan 14-17 mánudaga og fimmtudaga. Gengið er inn að sunnanverðu. Öll sem náð hafa 60 ára aldri og öryrkjar, eru velkomin að koma og fá sér kaffi og spjalla.

Kveðja,
Ásthildur og Obba