Félagsstarf hefst að nýju í Fellsborg 25. september nk.

Þórunn Elfa Einarsdóttir hefur verið ráðin sem nýr umsjónarmaður starfsins og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.

Allir íbúar sveitarfélagsins 60 ára og eldri eru velkomnir til að sinna ýmsum hannyrðum og spila eða bara kíkja í kaffisopa, spjall og samveru. Við erum einnig opin fyrir því að brydda upp á nýjungum í starfinu og tökum öllum hugmyndum fagnandi.

Starfsemin fer fram í Fellsborg og verður opin frá kl. 14:00 – 17:00 mánudaga og fimmtudaga í vetur en fyrsti hittingur verður næstkomandi fimmtudag þann 25. september.

Gengið er inn að sunnanverðu.

Vonumst til að sjá sem flesta eftir langt frí. Endilega látið orðið berast.

Íbúar Húnabyggðar eru velkomnir.