Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt fjárhagsáætlun 2026-2029.
A-hluti sveitarfélagsins skilar rúmlega 55 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu, og samstæðan í heild skilar 91 milljón króna jákvæðri afkomu.
Tekjur ársins 2026 eru áætlaðar 1.096 milljónir króna, reksturinn er stöðugur og veltufé frá rekstri sterkt, eða 170 milljónir króna. Það gerir sveitarfélaginu kleift að halda áfram mikilvægum framkvæmdum án þess að taka lán. Skuldir sveitarfélagsins við lánastofnanir nema 73 mkr.
Á árinu 2026 er áætlað að verja 147 milljónum króna í framkvæmdir, þar á meðal:
Gert er ráð fyrir að fjármagna framkvæmdirnar með eigin fé og án lántöku. Áætlað er að handbært fé í árslok verði 69 milljónir króna.
Fjárhagsáætlunin sýnir jafnframt að gert er ráð fyrir jákvæðri afkomu árin 2026–2029. Það eru því ýmis tækifæri til uppbyggingar og frekari framkvæmda á komandi árum á Skagaströnd og svigrúm til lántöku talsvert.
Fundargerð sveitarstjórnar má nálgast hér.
Sveitarstjóri