Fjölgað um 14 íbúa á Skagaströnd

Frá 1. desember 2019 hefur íbúum á Skagaströnd fjölgað um 3% eða um 14 íbúa samtals. Á Norðurlandi vestra nemur fjölgun íbúa fyrir sama tímabil 1,4% og hlutfallslega mesta fjölgunin hér í bæ. Eru þetta ánægjuleg tíðindi fyrir samfélagið á Norðurlandi vestra. 

Íbúar á Skagaströnd eru í dag 487 talsins 

Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Þjóðskrár