Flokkstjórar Vinnuskóla Skagastrandar

Vinnuskóli Skagastrandar

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir flokkstjórum til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins sumarið 2019. Æskilegt er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og er reynsla af sambærilegum störfum kostur. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast hér eða á skrifstofu Svf. Skagastrandar og er umsóknarfrestur til 25. apríl 2019.

Þess ber að geta að umsóknarfrestur vegna sumarstarfa námsmanna verður auglýstur síðar.

Nánari upplýsingar veitir Árni Geir í síma 861 4267 en einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið: sveitarstjori@skagastrond.is

Sveitarstjóri