Framkvæmdir við smábátahöfn á lokametrunum

Ljósmyndari: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmyndari: Árni Geir Ingvarsson

Framkvæmdir við smábátahöfn á Skagaströnd eru nú á lokametrunum en unnið er að því að lengja og hækka austurgarð hafnarinnar. Áætlað er að verkþættinum ljúki um miðjan júní og verður frágangur á aðkomu og lýsingu lokið í sumar. Aðstaða fyrir smábáta á Skagaströnd er því orðin hin glæsilegasta og ánægjulegt að sjá hversu góð nýting mannvirkjanna er. 

Verkið hófst árið 2018 og voru flotbryggjurnar teknar í notkun í ágúst 2019. Heildarfjárfesting vegna verkefnisins er áætluð um 215 milljónir.