Fulltrúar Samorku á ferð um Norðurland

Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Innan samtakanna starfa fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuframleiðendur, raforkusalar og flutnings- og dreifingarfyrirtæki raforku. 

 

Starfsfólk Samorku,  Páll Erland, framkvæmdastjóri, Baldur Dýrfjörð, lögfræðingur, Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi og Sigurjón N. Kjærnested, forstöðumaður fagsviða, er á ferð um Norðurland þessa dagana og átti fund á Skagaströnd 2. apríl 2019 með oddvita Sveitarfélagsins Skagastrandar, Halldóri Gunnari Ólafssyni og verkstjóra þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins, Árna Geir Ingvarssyni. 

Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri að loknum fundi.