Föstudaginn 25. júlí fékk hjúkrunarheimilið Sæborg afhenta rafskutlu að gjöf frá Minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli. Um er að ræða rafskutlu af tegundinni Vitaform L 48, árgerð 2025.
Það er von stjórnar minningarsjóðsins að gjöf þessi hafi í för með sér gleði og ánægju fyrir íbúa Sæborgar. Hún gefi þeim aukna möguleika á að ferðast um kauptúnið, upplifa mannlífið og sjá hvað er að gerast í nærumhverfinu.