Gjöf til Sæborgar

Erla María Lárusdóttir t.h. afhendir Eydísi Ingu Sigurjónsdóttur t.v. gjöfina fyrir hönd minningarsj…
Erla María Lárusdóttir t.h. afhendir Eydísi Ingu Sigurjónsdóttur t.v. gjöfina fyrir hönd minningarsjóðsins.

Föstudaginn 25. júlí fékk hjúkrunarheimilið Sæborg afhenta rafskutlu að gjöf frá Minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli. Um er að ræða rafskutlu af tegundinni Vitaform L 48, árgerð 2025. 

Það er von stjórnar minningarsjóðsins að gjöf þessi hafi í för með sér gleði og ánægju fyrir íbúa Sæborgar. Hún gefi þeim aukna möguleika á að ferðast um kauptúnið, upplifa mannlífið og sjá hvað er að gerast í nærumhverfinu.