Heimsókn frá krökkunum á Barnabóli

Sveitarstjóra berast ýmis erindi á degi hverjum og dagurinn í dag var engin undantekning. 

Duglegu krakkarnir á Barnabóli tóku eftir því á ferð sinni á hoppubelgin í morgun að það væri engin ruslatunna við belginn.

Eftir að hafa hreinsað ruslið með dyggri aðstoð leikskólaliða kíktu þau í heimsókn á skrifstofu sveitarfélagsins og afhentu sveitarstjóra þessa fínu mynd sem þau höfðu teiknað af belgnum og ruslatunnu þar við hlið.

Það er ánægjulegt að krakkarnir sýni umhverfi sínu slíkan áhuga og mun sveitarstjóri taka erindið til skoðunar.

 

 Sveitarstjóri