Höfðaskóli sigrar Samróm!

Mynd af nemendum í Höfðaskóla - fengin að láni frá heimasíðu skólans.
Mynd af nemendum í Höfðaskóla - fengin að láni frá heimasíðu skólans.

Höfðaskóli á Skagaströnd tók þátt í Samrómi 2022 sem er lestrarkeppni grunnskólanna.

Á heimasíðu Höfðaskóla segir:

"Allir nemendur og starfsfólk Höfðaskóla tóku þátt ásamt fjölmörgum velunnurum skólans. Samstaða og samheldni einkenndi keppnisanda allra þeirra sem tóku þátt.

Höfðaskóli keppti í C flokki og átti í harðri samkeppni við Öxafjarðarskóla og fóru leikar okkur í hag. Í nafni skólans voru lesnar 153.288 setningar af 353 keppendum. Þess má geta að skólinn var einnig í þriðja sæti á landsvísu.

Í verðlaun fær skólinn glæsilegan þrívíddarprentara og Rasberry pie tölvu sem hvorutveggja munu nýtast skólanum í námi og kennslu.

Skólinn þakkar öllum þeim sem lögðu okkur lið, samstaðan leiddi okkur til sigurs."

Innilega til hamingju Höfðaskóli með þennan glæsilega árangur!