Hraðhleðslustöð komin í gagnið!

Ný og glæsileg hraðhleðslustöð er komin í gagnið á Skagaströnd. Um er að ræða 150 kW Alpitronic hraðhleðslustöð sem er opin almenningi með tveimur CCS2 tengjum. Hægt er að hlaða tvo rafbíla samtímis.

Stöðin er staðsett á lóð Olís að Oddagötu 2. 

Hraðhleðslustöðina má finna í Ísorku appinu og er aðgengileg með hleðslulykli Ísorku og með Ísorku appinu.

Til hamingju Skagaströnd!