Innsetningarmessa verður í Hólaneskirkju sunnudaginn 28. september kl. 14.00.
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis setur sr. Margréti Rut Valdimarsdóttur inn embætti prests í Húnavatnsprestakalli.
Prestarnir í Húnavatnsprestakalli, sr. Magnús Magnússon og sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir þjóna fyrir altari en sr. Margrét Rut prédikar.
Kór Hólaneskirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista.
Kaffiveitingar á kirkjuloftinu eftir messu.
Öll velkomin
Sóknarnefnd