Jarðvinnsla í Spákonufelli 2022

Jarðvinnsla í Spákonufelli 2022

Jarðvinnsla er aðgerð í skógrækt sem felur það í sér að fjarlægja gróðurtorfur til að minnka samkeppni nýgróðursettra skógarplantna um næringu vatn og birtu. Jarðvinnsla hefur margskonar ávinning fyrir nýgróðursettar skógarplöntur s.s aukinn jarðvegshita,skjólgjafi, aukið framboð næringarefna og minni samkeppni frá öðrum plöntum. Jarðvinnsla bætir árangur gróðursetninga bæði lifun og vöxt ásamt því að auðvelda gróðursetningu og auðvelda val á gróðursetningarstöðum.

Til eru nokkrar gerðir af jarðvinnslum en sú algengasta er TTS-herfing og er notast við hana í Spákonufelli. TTS herfi er lyftutengt glussatæki sem er hengt aftaní dráttarvél og hefur að geyma tvö stór hjól með tönnum sem rífa upp gróðurtorfuna og ýta til hliðar, við það myndast rás sem skapar skjól og betri vaxtarmöguleika fyrir plöntuna. Rásirnar hverfa á tveimur til fimm árum allt eftir því hvernig land er jarðunnið.

Áætlað er að jarðvinna í ágúst bæði fyrir haustgróðursetningu 2022 og vorgróðursetningu 2023 samtals um 60 hektara.