Jól í skókassa

Í ár fóru 51 jólagjöf til barna í Úkraínu.

Í sameiginlega verkefninu tókst að setja saman veglegar gjafir í 45 kassa. Það voru margir sem komu færandi hendi í formi gjafa og vinnu. 

Kjörbúðin var rausnarleg og gaf mikið af hreinlætisvörum og sælgæti. Vörumiðlun gaf flutning á gjöfunum suður til KFUM og KFUK, þeir sjá síðan um að koma þeim til barna í Úkraínu.