Jólalegasta húsið og jólalegasta gatan

Dómnefnd jólastrandar hefur loks tilnefnt jólalegasta húsið og jólalegustu götuna á Skagaströnd. Dómnefnd horfði ekki einungis til magns skreytinga eða ljósa heldur einnig til samsetningar og jafnvægis jólaskrauta. Nokkur hús voru mjög metnaðarfull þetta árið en stendur þó eitt framar en önnur þegar kemur að fallega skreyttu jólahúsi. Það er Ránarbraut 15 sem dómnefnd jólastrandar hefur tilnefnt sem jólalegasta húsið þessi jól. Dómnefndin hefur einnig tilnefnt Ránarbraut sem jólalegasta gatan þessi jól.

Dómnefnd jólastrandar vill óska öllum gleðilegra jóla.