Jólasveinarnir komnir til Skagastrandar

Það var mikið um að vera þegar jólasveinarnir mættu á skrifstofu sveitarfélagsins í morgunsárið. Þeir eru nú þekktir fyrir að vera hinir mestu ólátabelgir og skottuðust þeir hér um húsið og heilsuðu upp á verktakana sem að vinna hörðum höndum að endurbótum á Túnbrautinni.

Eftir heimsókn á skrifstofuna lá leið þeirra um bæinn þar sem þeir glöddu í það minnsta flest börn sem urðu á vegi þeirra, þó að einhver hafi nú verið smeyk við lætin í þeim og ófrýnilega ásýnd!

Við þökkum jólasveinunum fyrir þessa skemmtilegu heimsókn og hlökkum til að sjá þá að ári!

 

Sveitarstjóri