Kynningarfundur um stofnun listasafns á Skagaströnd

Kynningarfundur um stofnun listasafns á Skagaströnd.

Kynningarfundur um stofnun kvennalistasafns á Skagaströnd verður haldinn miðvikudaginn 2.júní klukkan 18.00 í bókasafninu á 2.hæð í Gamla kaupfélaginu að Einbúastíg 2.

Hrafnhildur Schram listfræðingur mun segja frá bók sinni Huldukonur í íslenskri myndlist og ræða um stöðu kvenna í heimi myndlistarinnar á Íslandi.

Inga Jónsdóttir forstöðumaður Listasafns Árnesinga s.l. 13 ár mun segja frá rekstri á listasafni í litlu bæjarfélagi.

Kynnir fundarins verður Hrafnhildur Sigurðardóttir myndlistarkona, sem mun segja frá hugmyndinni um stofnun Listasafns kvenna á Íslandi.

Allir velkomnir

Undirbúningsnefndin