Kyrrðarstund í Hólaneskirkju í kvöld mánudaginn 22. ágúst kl. 20:00

Kyrrðar- og bænastund verður í Hólaneskirkju í kvöld mánudaginn 22. ágúst kl. 20.00.

Stundin er öllum opin og ætluð til að íbúar sem og aðrir geti komið saman í kyrrð og bæn og sýnt samhug og stuðning við nágranna og vini.

Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir mun leiða stundina í fjarveru sóknarprestar Bryndísar Valbjarnardóttur. 

Með hugheilum kveðjum

Sveitarstjóri