Laus störf - Aðstoðarmatráður mötuneyti Höfðaskóla

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir aðstoðarmatráði til að starfa í skólamötuneyti Höfðaskóla. Mötuneytið er vel útbúið og staðsett í Félagsheimilinu Fellsborg.

Aðstoðarmatráður starfar í mötuneyti s.s. við matargerð og þrif og vinnur sjálfstætt eftir fyrirmælum matráðs við bakstur og matargerð.

Elda þarf mat fyrir um 70 nemendur og starfsmenn skólans.

Matseld fer fram þá daga sem skólastarf er í samræmi við gildandi skóladagatal.

Um er að ræða 35% starf á starfstíma skólans.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af matreiðslu og eldhússtörfum æskileg
  • Frumkvæði og metnaður í starfi
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Lipurð og færni í samskiptum
  • Góð skipulagsfærni

Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um stöðuna.

Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst nk.

Sveitarstjóri veitir frekari upplýsingar:

Netfang: sveitarstjori@skagastrond.is

Sími: 848-0862