Leggjum okkar að mörkum til aðstoðar Grindvíkingum

Það hefur ekki farið fram hjá neinum það alvarlega ástand sem er uppi hjá vinum okkar í Grindavík.
Hugur okkar er hjá þeim og ljóst að erfitt verkefni er fyrir höndum. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og aðstoðum eftir fremsta megni.

Spurningin hér á Skagaströnd sem og annarsstaðar sem leitað er nú svara við er hvaða þjónustu og aðstoð við getum boðið fram s.s. möguleika á plássum í leikskóla, grunnskóla og laust húsnæði.

Þeir sem geta boðið fram laust húsnæði eru hvattir til að skrá húsnæðið á meðfylgjandin tengli: Skrá laust húsnæði.