Ljósin tendruð á jólatré á Hnappstaðatúni

Ljósin voru tendruð á jólatré sveitarfélagsins á Hnappstaðatúni í morgunsárið. Vegna aðstæðna í samfélaginu var því miður ákveðið að hverfa frá hefðbundinni dagskrá til þess að gæta varkárni.

Það var fulltrúi 1. bekkjar í Höfðaskóla sem kveikti á ljósunum í þetta skiptið og mætti 1.-4. bekkur skólans á Hnappstaðatún í tilefni dagsins, söng jólalög og dansaði í kringum tréð.

Við getum vonandi átt góða samverustund við tendrun trésins að ári. Sveitarfélagið þakkar nemendum Höfðaskóla fyrir veitta aðstoð.

Í óspurðum fréttum hefur sveitarfélagið fengið fregnir af því að það styttist í komu jólasveina til Skagastrandar og verður bæjarbúum haldið upplýstum um komi þeirra á svæðið.

Sveitarstjóri