Lokanir hjá stofnunum sveitarfélagsins vegna veðurs

Mynd: Árni Geir Ingvarsson
Mynd: Árni Geir Ingvarsson

Á morgun mánudaginn 7. febrúar er spáð aftakaveðri fram eftir degi. 

Af því tilefni verða allar þjónustustofnanir sveitarfélagsins lokaðar nema annað verði tilkynnt sérstaklega.

Við hvetjum fólk til þess að vera heima við og fara ekki út nema ill nauðsyn krefji.

Björgunarsveitin  Strönd stendur vaktina að vanda og passar uppá okkur öll ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

Förum varlega!