Mynd vikunnar

Ljósmynd: Aðalbjörg og Áslaug Hafsteinsdætur
Ljósmynd: Aðalbjörg og Áslaug Hafsteinsdætur

Teiknuð mynd af bænum Brúarlandi eins og hann leit út 1906.

Ábúendurnir Ólína Sigurðardóttir (d.24.3.1955) ljósmóðir og Jón Bjarnason (d.14.9.1948) bóndi og formaður á bátum eignuðust níu börn sem öll komust til manns. Brúarland stóð nokkurn vegin þar sem nú er húsið Skagavegur 8-10.

Mörg af börnum þeirra Jóns og Ólínu bjuggu á Skagaströnd þannig að Skagstrendingar sem komnir eru á miðjan aldur muna þau. Börnin voru: Steingrímur í Höfðakoti, Ingvar hreppstjóri í Norður Skála, Hrólfur í Bjarmalandi, Þórarinn bóndi á Fossi, Björn, bjó á Akranesi, Þórey í Norður Skála, Laufey í Reykholti, Sigrún, bjó á Akranesi og Steinunn.