Mynd vikunnar

Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson

Hjónin Árni Ólafur Sigurðsson og Hlíf Sigurðardóttir setja niður kartöflur 2. júní 2011 í garðinn sunnan við íþróttavöllinn. Þar var "almennings - kartöflugarður" í nokkur ár þar sem fólk gat fengið skika til að rækta kartöflur eða annað. Garðurinn reyndist því miður ekki vel því hann var alltof blautur. Ef til vill væri snjallt að koma upp svona garði á öðrum stað t.d. í dálitlum halla móti suðri.