Mynd vikunnar

Ljósmynd: Helga Berndsen
Ljósmynd: Helga Berndsen

Krakkar að renna sér á skíðum í Tjaldklaufinni í Höfðanum veturinn 1965. Tjaldklaufin var vinsælt skíðasvæði á þessum tíma áður en meira var byggt af íbúðarhúsum við Bankastrætið. Krakkarnir á myndinni eru, frá vinstri: Adolf H. Berndsen, Guðrún Einarsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir og Eygló Gunnarsdóttir. Stelpurnar eru á skiðum með gormabindingar sem voru þannig útbúnar að hægt var að ganga á skíðunum því hægt var að lyfta hælnum, öfugt við þær bindingar sem eru á skíðum í dag, nema á göngu- og fjallaskíðum. Stelpurnar eru bara í stígvélum, sem voru ekki hentug, því skíðaklossar voru ekki í hvers manns eigu fyrr en síðar.

Ljósmyndasafn Skagastrandar