Mynd vikunnar

Ljósmynd: Magnús B. Jónsson
Ljósmynd: Magnús B. Jónsson

Áð fyrir utan lyftuskúrinn á skíðasvæði Skagstrendinga í suðurhlíðum Spákonufells eftir góðan skíðadag. Frá vinstri á myndinni eru: Baldur Magnússon, Ólafur Bernódusson, Magnús B. Jónsson, Ragnar Jónsson, Guðrún Pálsdóttir og Vilhelm Jónsson. Myndin var tekin ca 1980. Örlög lyftuskúrsins voru þau að hann fauk í einhverju illviðrinu og splundraðist. Eftir það var lyftan lengd til vesturs og þar var settur niður annar lyftuskúr. Sá hafði áður þjónað sem afgreiðsluhús og sjoppa fyrir Shell á Skagaströnd staðsettur við Bogabraut 3 þar sem Ástmar Ingvarsson (d.10.10.1977) umboðsmaður félagsins átti heima. 

Ljósmyndasafn Skagastrandar