Mynd vikunnar

Ljósmynd: Stefán Jósefsson
Ljósmynd: Stefán Jósefsson

Á sjómannadeginum  1964 var sýnd notkun fluglínutækja við björgun úr strönduðu skipi.  Báturinn á myndinni er Vísir Hu 10, en hann var ekki strandaður heldur bara lagt út á höfninni. Maðurinn í stólnum í sjónum, sem verið er að draga í land með tildráttartauginni, er óþekktur. Tilkoma fluglínutækja var bylting í björgunarmálum af strönduðum skipum við Ísland og notkun þeirra hefur bjargað hundruðum mannslífa. 

Ljósmyndasafn Skagastrandar