Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Þessi mynd var tekin í æðarvarpi á Höfnum á Skaga 31. maí 2005. Bændur þar gera vel við kollurnar sínar og hafa smíðað fjölmörg svona "einbýlishús" fyrir þær til að verpa í. Leigan fyrir  húsið er handfylli af dún á ári. Ekki er vitað annað en kollurnar séu sáttar við leiguna a.m.k. koma þær aftur ár eftir ár.