Mynd vikunnar

Ljósmynd: Vélaverkstæði Skagastrandar safn
Ljósmynd: Vélaverkstæði Skagastrandar safn

Hákarl er ekkert alltof vinsæll meðafli sem stundum kemur í trollið. Það getur nefnilega verið snúið að ná svona risaskepnu úr trollinu á dekkinu án þess að skemma það mikið. Maðurinn sem stendur hjá hákarlinum, um borð í Arnari Hu 1, er Karl Rósinbergsson (d. 29.3.2004). Hákarlinn á myndinni er beinhákarl. Hann er ekki nýttur lengur heldur er honum skilað í hafið aftur hið snarasta. Samkvæmt Vísindavefnum getur  beinhákarl orðið allt að 12 metrar að lengd en er meinleysisskepna sem syndir um tannlaus með galopið ginið því hann lifir á örsmáu dýrasvifi. Öfugt við aðrar hákarlategundir hefur hann beinkennda stoðgrind en ekki úr brjóski. Vegna gríðarstórrar lifrar í honum var hann mjög verðmætur á árum áður vegna lýsisins sem unnið var úr henni og flutt út á háu verði.