Mynd vikunnar

Ljósmynd: Skagaströnd - safn
Ljósmynd: Skagaströnd - safn

Viðbygging við leikskólann Barnaból var tekin formlega  í notkun í september 1994. Magnús B. Jónsson sveitarstjóri flytur tölu í tilefni dagsins. Frá vinstri á myndinni eru: Halla Lýðsdóttir en dóttir hennar Þórey Fjóla Aradóttir stendur við hlið hennar með blómaspöng í hárinu. Sonur Höllu, Guðjón Örn Arason, situr fyrir framan mömmu sína í skrautlegu vesti. Bára Þorvaldsdóttir þáverandi leikskólastjóri heldur um axlir Bergrósar Hafsteinsdóttur fyrir framan sig. Svandís Hannesdóttir er næst en framan við hana er Arnrún Finnsdóttir. Vilhelm Harðarson stendur í horninu og framan við hann er dóttir hans, Ástrós Vilhelmsdóttir og tvö óþekkt börn. Ragnar Ingvarsson er með son sinn Alexander Ragnarsson í fanginu og síðan koma Ingólfur Bjarnason og Magnús B. Jónsson. Jensína Lýðsdóttir er konan í rauðu blússunni og framan við hana er Patrik Bjarnason sonur hennar. Aðrir á myndinni eru óþekktir.

Ljósmyndasafn Skagastrandar