Mynd vikunnar

Ljósmynd: Höfðaskóli - safn
Ljósmynd: Höfðaskóli - safn

Í áratugi fékk Höfðaskóli árlega  úthlutað græðlingum frá Yrkjusjóði og fær enn þó í minna mæli sé. Plönturnar voru svo settar niður framan í hlíðum Spákonufellsins þar sem nú má sjá vísi af skógi. Yfirleitt var valinn einhver góður dagur að vori í þessar gróðursetningar þó haustið sé líka tilvalinn tími til gróðursetninga eftir að plönturnar hafa lokið undirbúningi sínum fyrir veturinn. Stundum var einum bekk falið að gróðursetja en stundum nokkrum bekkjum saman. Á myndinni er Elva Mjöll Þórsdóttir  að vanda sig við gróðursetningu birkiplöntu sem í dag (2019) er sjálfsagt orðin töluvert á þriðja metra á hæð. Myndin var sennilega tekin einhverntíma upp úr 1990.