Mynd vikunnar

Ljósmynd: Safn Jóns Pálssonar og Bjarkar Axelsdóttur
Ljósmynd: Safn Jóns Pálssonar og Bjarkar Axelsdóttur

Þessi mynd frá 1977 sýnir vel hvernig skíðaaðstaðan í Spákonufellinu var á þessum árum. Dráttarvél var notuð til að snúa spili með kaðli sem fór svo í gegnum blökk uppi á toppi brekkunnar. Fólk hékk síðan í kaðlinum á leið upp brekkuna. Bannað var að vera með trefil um hálsinn því kaðallinn sneri upp á sig á leiðinni upp og gat gripið í trefilinn og þannig hert að hálsi viðkomandi. Nokkrum árum eftir að þessi mynd var tekin var svo keypt toglyfta og sett í brekkuna norðan við þá sem lyftan á myndinni er í. Enn síðar var svo byggður skíðaskáli á svæðinu, sem enn stendur. Eins og sjá má á myndinni vantaði ekki áhugasamt skíðafólk til að nýta sér þessa frumstæðu aðstöðu á góðum dögum.

Ljósmyndasafn Skagastrandar