Mynd vikunnar

Ljósmynd: Baldur Eðvarðsson - safn
Ljósmynd: Baldur Eðvarðsson - safn

Guðmundur Þór Hu 17 var annar af tveimur fyrstu bátunum sem smíðaðir voru hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar hf 1971. Hann var 20 brl. með 188 ha. Kelvin Dorman vél. 1975 seldi Einar Guðmundsson, eigandi hans, bátinn til bræðranna Karls og Lýðs Hallbertssona á Djúpuvík en þar hlaut hann nafnið Dagrún ST 12. Síðar eignaðist Lýður bátinn einn og flutti til Skagastrandar þar sem Dagrún hefur verið gerð út  undir nafninu Dagrún Hu 121. Þegar myndin var tekin átti að fara að skíra bátinn og því er breitt yfir nafn hans á stefninu. Nú er líklega komið að leiðarlokum hjá þessu rúmlega 50 ára happaskipi því útgerðin hefur keypt annan bát, Bergvík GK 22, og stefnir á að gera hana út í framtíðinni. Hvað verður um Dagrúnu liggur ekki fyrir eins og er. 

Ljósmyndasafn Skagastrandar